Stórfelld sýndarviðskipti

Rannsókn á starfsemi Kaupþings bendir til stórfelldar markaðsmisnotkunar bankans sem hafi byrjað þegar og Búnaðarbankinn sameinaðist Kaupþingi 2003. Þetta kom fram í fréttum Sjónvarpsins í kvöld.

Sagði Sjónvarpið, að rannsókn sérstaks saksóknara og  Fjármálaeftirlitsins bendi til umfangsmikillar markaðsmisnotkunar og sýndarviðskipta. Hafi bankinn keypt eigin bréf á markaði en selt þau svo aftur í stórum slumpum og lánað kaupendum fyrir kaupunum og aðeins tekið veð í bréfunum. Tilgangurinn hafi verið að halda uppi eftirspurn og verði hlutabréfanna.

Fram kom að þetta hafi átt sér stað allt frá árinu 2003 en steininn hafi tekið úr haustið 2006 og eftir það hafi bankinn sjálfur staðið undir stærstum hluta viðskipta með bréf bankans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK