Verðhrun á olíu

Verð á hráolíu lækkaði um allt að 10% á heimsmarkaði í kvöld. Er ástæðan m.a. sú, að nýjar hagtölur frá Evrópu og Bandaríkjunum drógu mjög úr bjartsýni fjárfesta, sem ákváðu að innleysa hagnað sem myndast hefur í olíuviðskiptum að undanförnu.  

Verð á Brent Norðursjávarolíu lækkaði um yfir 12 dali tunnan á markaði í Lundúnum í kvöld. Er það meira verðfall en varð eftir að bandaríski bankinn Lehman Brothers varð gjaldþrota en það gjaldþrot markaði upphaf fjármálakreppunnar.

Verð á olíu í New York fór undir 100 dali tunnan í fyrsta skipti frá því í mars. Miðlarar segja, að hugsanlega sé verðfallinu ekki lokið.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK