Ólögleg lán hafa lítil áhrif á banka

Fram kemur í skýrslu fjármálaráðherra um endurreisn viðskiptabankanna, sem lögð var fyrir Alþingi í mars, að þrátt fyrir að stór hluti gengistryggðra lána viðskiptabankanna til fyrirtækja verði dæmdur ólöglegur muni það ekki hafa veruleg áhrif á efnahagsreikning bankanna.

Í skýrslunni segir að ólögmæti slíkra lána til fyrirtækja muni ekki hafa afskriftir í för sér umfram það sem orðið er á þeim lánum í heild sinni, þegar tekið er mið af því matsvirði sem samningar nýju og gömlu bankanna gerðu ráð fyrir. Enn er tekist á um lögmæti ákveðinna útfærslna á gengistryggðum lánum til fyrirtækja fyrir dómstólum en búast má við því að niðurstaða Hæstaréttar liggi fyrir í þeim öllum á næstu mánuðum.

Fram kemur í skýrslunni að við skiptingu bankanna og yfirfærslu eigna hafi ekki verið tekið tillit til að gengistryggð lán til einstaklinga og fyrirtækja kynnu að vera ólögmæt. Hinsvegar hafi efasemdir um lögmæti þeirra verið sterkari á þeim tíma sem gengið var frá endanlegum samningum við gömlu bankana. En sökum þess að þessi lán hafi verið afskrifuð um meira en helming við yfirfærslu þeirra til nýju bankanna og að ákvæði 18. greinar um vexti og verðbætur nr. 38/2001 leiða til þess að upphaflegur höfuðstóll yrði framreiknaður með óverðtryggðum vöxtum var ekki brugðist sérstaklega við þessu álitaefni.

Fram kemur í skýrslunni að við samninga um endurgjald fyrir gengistryggðu útlánin var miðað við neðstu mörk verðmats til þess að girða fyrir að áhættur sem tengdust lánasöfnunum myndu reynast nýju bönkunum ofviða. Ef betur gengi myndi hins vegar vera greitt í formi aukins verðmætis hlutabréfa eða útgáfu viðbótarskuldabréfa. Til stendur að ræða skýrsluna á Alþingi á næstunni en tímasetning hefur ekki verið ákveðin. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK