Guðríður og Þórunn í Kauphöllina

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands. Ásdís Ásgeirsdóttir

Þær Guðríður Ólafsdóttir og Þórunn Guðmundsdóttir hafa verið ráðnar til Kauphallar Íslands, Nasdaq OMX Iceland. Guðríður er ráðin á skráningasvið Kaupahllarinnar en hún er viðskiptafræðingur að mennt auk þess að ver a með gráður í heimspeki, fjölmiðlafræði og í kennslufræðum. Hún var sérfræðingur á fyrirtækjasviði Landsbanka Íslands hf. árið 2008 og hafði áður starfað hjá Lýsingu hf . á árunum 1993-2007, síðast sem framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs. Hún sat í bankaráði Landsbankans frá febrúar 2010 til maí 2011.

Þórunn mun starfa á rekstrasviði Kauphallarinnar. Þórunn útskrifaðist með B.Ed. frá Kennaraháskóla Íslands 1990 með áherslu á líffræði og landafræði og starfaði sem grunnskólakennari 1990-1993. Hún hóf störf á landsskrifstofu Rauða kross Íslands árið 1997 og sinnti þar ýmsum störfum s.s. skjalavörslu, innleiðingu og kennslu  fyrir starfsmenn á nýjum hugbúnaði fyrir skjalavörslu, undirbúning funda og námskeiða og var aðstoðarmaður sviðsstjóra innanlandssviðs.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK