Moody's varar við áhrifum greiðslufalls

George Papaconstantinou, fjármálaráðherra Grikklands stendur í ströngu um þessar mundir.
George Papaconstantinou, fjármálaráðherra Grikklands stendur í ströngu um þessar mundir. Reuters

Matsfyrirtækið Moody's varar við afleiðingum þess að skuldir gríska ríkisins verði felldar niður að hluta eða þá umbreytt með öðrum hætti. Moody's segir slíkt kunna að hafa meiriháttar áhrif um allt evrusvæðinu og dýpka skuldakreppu álfunar.

 Í nýrri skýrslu Moody's kemur fram að stýrt greiðslufall gríska ríkisins myndi sennilega leiða til þess að lánshæfismat annarra illra staddra evruríkja myndi lækka töluvert. Fram kemur í skýrslunni að skuldbreyting gríska ríkisins myndi að öllum líkindum leiða til þess að endurfjármagna þyrfti gríska bankakerfið í heild sinni og það myndi áfram verða algerlega háð Evrópkska seðlabankanum um lausafjármögnun.

Áhrifin myndu einnig finnast utan Grikklands meðal annars vegna afskrifta á grískum skuldabréfum í efnahagsreikningum banka á evrusvæðinu.

Varnaðarorð Moody's kom í kjölfar  þrýstings á skuldabréfamörkuðum í gær á ítölsk og spænsk skuldabréf. Um er að ræða eitt einkenni smitáhrifa grísku skuldakreppunnar, en að undanförnu hafa markaðir sent frá sér skýr skilaboð um það að greiðslufall gríska ríkisins verður ekki afstýrt. 

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK