Segir fjármálaráðuneytið ekki skilja lausafjárfyrirgreiðslu

Tryggvi Þór Herbertsson.
Tryggvi Þór Herbertsson. mbl.is/Ómar

Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að fjármálaráðuneytið afhjúpi grundvallarmisskilning á eðli og inntaki lausafjárfyrirgreiðslu Seðlabanka við fjármálakerfið í athugasemd sinni við forsíðufrétt Morgunblaðsins í dag.

Að sögn Tryggva þá felst lausafjárfyrirgreiðsla Seðlabankans í 7 daga skammtímalánum til bankakerfisins gegn mjög vel skilgreindum veðum. Seðlabankinn stundar eingöngu lausafjárfyrirgreiðslu til skamms tíma. Hinsvegar sé sú lausafjárfyrirgreiðsla sem ríkisvaldið hefur veitt Íslandsbanka og Arion í tengslum við sölu þeirra til þrotabúa gömlu bankanna fjármögnun til lengri tíma. Slíkt eigi ekkert skylt við hefðbundin veðlánaviðskipti. 

Auk þess bendir Tryggvi á að Seðlabankinn hafi veitt Arion gjaldeyrislán fyrir ríflega 61 milljarð króna og ekki sé hægt að líta á þá fyrirgreiðslu sem hefðbundna lausafjárfyrirgreiðslu. Lausafjárfyrirgreiðsla hans sé ávallt í íslenskum krónum enda stundi seðlabankar heimsins eingöngu lausafjárfyrirgreiðslu í heimamynt.

Þess má geta að á vef Seðlabankans kemur fram að bankinn láni „einungis til skamms tíma. Vextir Seðlabankans á þessum lánum hafa því greiðust áhrif á aðra skammtímavexti á peningamarkaði.“ Ennfremur kemur fram á vef bankans að lán Seðlabankans gegn veði við lánastofnanir eru nú til 7 daga í senn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK