Spá 5% verðbólgu í lok sumars

mbl.is

Sérfræðingar Arionbanka telja að verðbólgan hér á landi verði komin yfir 5% í lok sumars sem kunni að ógna nýgerðum kjarasamningum. Þetta kom fram á morgunverðarfundi bankans á Hótel KEA í morgun. Frá þessu er greint á fréttavef Vikudags á Akureyri.

Haft er eftir Ásdísi Kristjánsdóttur, forstöðumanni greiningarsviðs Arionbanka, að enn séu í pípunum hækkanir erlendis sem ekki hafi komið fram hér á landi til að mynda á hrávöru.

Bent er á að kjarasamningar á vinnumarkaði geri ráð fyrir 2,5% verðbólgu. Standist spá sérfræðinga Arionbanka kunni verðbólgan því að setja kjarasamningana í uppnám.

Frétt Vikudags

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK