Óvissan alltaf verið mikil

Seðlabankinn við Arnarhól.
Seðlabankinn við Arnarhól. mbl.is/Ernir

Það hefur alltaf verið ljóst að bein erlend fjármunaeign innlánsstofnana í slitameðferð eigi að teljast með eignum þeirra, að sögn Seðlabanka Íslands.

Í svari Seðlabankans við fyrirspurnum Morgunblaðsins segir að haldbærar upplýsingar um erlendar eignir þeirra hafi hins vegar ekki legið fyrir fyrr en á síðari hluta síðasta árs og hafi þær komið fram í birtingu bankans á erlendri stöðu þjóðarbúsins í desember síðastliðnum.

„Vegna flókins utanumhalds um erlendar fjárfestingar var ekki unnt að birta beina erlenda fjármunaeign þeirra fyrr en nú. Í febrúar síðastliðnum birti Seðlabankinn grein nokkurra sérfræðinga bankans um erlenda skuldastöðu þjóðarbúsins þar sem lagt var mat á erlenda stöðu þjóðarbúsins þegar innlendar og erlendar eignir þrotabúa hafa verið seldar og tekið hefur verið tillit til annarra þátta sem brengla opinber gögn um skuldir og eignir, þar á meðal beina fjármunaeign innlánsstofnana í slitameðferð.

Þar er komist að þeirri niðurstöðu að uppgjör þrotabúa banka og eignarhaldsfélaga muni þegar upp er staðið fela í sér skuld innlendra aðila við erlenda er næmi 45% landsframleiðslu, er bætist að lokum við hreina stöðu þjóðarbúsins án fyrirtækja í slitameðferð. Að nokkru leyti endurspeglar breytingin á framsetningu uppgjörsins það ferli, þ.e.a.s krafa þrotabús á innlend fyrirtæki er gerð upp með því að búið leysir til sín undirliggjandi eignir, sem síðan eru seldar og andvirðinu ráðstafað til erlendra og innlendra kröfuhafa. En eins og ávallt hefur verið lögð mikil áhersla á er útkoma þessa ferlis enn mjög óviss,“ segir í svari bankans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK