Verð á hráolíu lækkar

Reuters

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur lækkað það sem af er degi vegna ótta fjárfesta um stöðu Grikklands. Í New York lækkaði verð á hráolíu um 1,54 Bandaríkjadali tunnan og er 93,41 dalur. Lægst hefur tunnan farið í 92,12 dali í morgun sem er lægsta verð sem fengist hefur fyrir hráolíu frá því í lok febrúar.

Í Lundúnum hefur verð á Brent Norðursjávarolíu lækkað um 1,30 dali tunnan og er 112.72 dalir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK