2,7% verðbólga á evru-svæðinu

Verðbólgan á Íslandi er mun meiri en á evru-svæðinu
Verðbólgan á Íslandi er mun meiri en á evru-svæðinu Reuters

Verðbólgan á evrusvæðinu mældist 2,7% í maí síðastliðnum samkvæmt samræmdu vísitölu neysluverðs sem Eurostat birti síðastliðinn föstudag. Sé miðað við evrópska efnahagssvæðið (EES) í heild mældist verðbólgan nokkuð meiri, eða 3,2%. Þetta kemur fram í Morgunkorni Íslandsbanka.

Dregur því aðeins úr tólf mánaða taktinum milli mánaða en í apríl mældist verðbólgan á evrusvæðinu 2,8% en á EES 3,3%.

„Ekki er sömu sögu að segja um þróun verðbólgunnar hér á landi. Á þennan kvarða mældist verðbólgan 4,3% í maí síðastliðnum og eykst því töluvert frá því í apríl en þá mældist hún 3,1%. Er verðbólgan hér á landi því enn á ný orðin meiri en í flestum löndum Evrópu en sem kunnugt er þá hafði hún mælst undir meðalverðbólgu í ríkjum EES fyrstu fjóra mánuði ársins," segir í Morgunkorni.

Af ríkjum EES mældist verðbólga mest í Rúmeníu (8,5%) og var verðbólgan þar jafnframt mun meiri en á Eistlandi (5,5%) og svo Litháen (5,0%) sem komu næst þar á eftir. Minnst mældist verðbólgan á Írlandi (1,2%) af löndum EES og næst þar á eftir komu Noregur (1,6%) og Svíþjóð (1,7%). Verðbólgan hér á landi er sú sjötta mesta af öllum ríkjum EES og ekki kæmi á óvart að Ísland færðist enn lengra upp listann á næstu mánuðum, segir ennfremur í Morgunkorni Íslandsbanka.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK