Varar við breytingum á kvótakerfi

Ísland er langt á veg komið í því að leysa efnahagsvandann eftir bankahrunið, að mati OECD. Skýrsla OECD um Ísland var kynnt á blaðamannafundi í Innanríkisráðuneytinu í morgun. Þar segir að samdráttur í landsframleiðslu sé hættur og að gert sé ráð fyrir því að hagvöxtur fari vaxandi og verði um þrjú prósent árið 2012. Mikill árangur hafi náðst í því að koma bankakerfinu á fæturna á ný og að skref hafi verið tekin til að flýta skuldaaðlögun í einkageiranum.

Hins vegar þurfi að styrkja peningamálastjórnun Seðlabankans. Hún hafi ekki náð tilætluðum árangri í að tryggja verðstöðugleika. Til að ná því markmiði ætti Seðlabankinn að taka upp verðbólgumarkið þar sem meiri áhersla er lögð á að jafna út verðbólgusveiflur og nýtur stuðnings fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. Fari svo að Ísland gangi í Evrópusambandið ætti landið að taka evruna upp sem fyrst.

Í skýrslunni er vikið að kvótakerfinu og sjávarútvegsmálum. Þar segir að hingað til hafi stjórn fiskveiða verið árangursrík og hafi ýtt undir hagkvæma nýtingu auðlindarinnar. OECD varar við umfangsmiklum breytingum á kerfinu því þær stefni þessum árangri í hættu. Skýrsluhöfundar segja að ef markmiðið sé að minnka meint óréttlæti í kerfinu sé heppilegra að hækka auðlindagjald í stað þess að breyta grundvallarþáttum þess. Lítið sé annað hægt að gera til að minnka þetta meinta óréttlæti, þar sem meirihluti kvótaeigenda hafa keypt sínar aflaheimildir á markaði í stað þess að hafa fengið þær afhentar í upphafi. 

mynd/Hafþór Hreiðarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK