Keyptu skilanefndina út

Íslandsbanki greiddi upp stóran hluta kröfu skilanefndar Glitnis á olíufélagið N1 til að liðka fyrir nauðasamningum síðastnefnda félagsins. Glitnir átti 2,5 milljarða króna kröfu á N1 vegna afleiðusamninga sem gerðir voru fyrir hrun bankanna.

Heimildir Morgunblaðsins herma að fulltrúar Glitnis í nauðasamningaumleitunum N1 hafi reynst erfiðir í viðræðum. Þótti mörgum sem þekktu til ferlisins það furðu sæta, enda átti Íslandsbanki mikið undir því að nauðasamningar N1 yrðu samþykktir, en skilanefnd Glitnis er 95% eigandi Íslandsbanka og því ættu hagsmunir skilanefndarinnar og Íslandsbanka að fara saman.

Í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag kemur fram, að hluthafafundur verður haldinn í N1 á morgun, þar sem kröfuhafar félagsins munu taka við eignarhaldi félagsins. Stærstu kröfuhafar N1 eru Íslandsbanki sem á um 32% krafna á N1 og Arion banki sem á tæplega 40% krafna. Aðrir kröfuhafar eru lífeyrissjóðir og aðrir skuldabréfaeigendur.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK