Borgaði 210 krónur fyrir evru

Seðlabanki Íslands. Borgaði fjárfestum 210 krónur fyrir hverja evru.
Seðlabanki Íslands. Borgaði fjárfestum 210 krónur fyrir hverja evru. mbl.is/Ernir

Seðlabanki Íslands borgaði fjárfestum 210 krónur fyrir hverja evru í gjaldeyrisútboði sem fór fram í dag. Alls keypti Seðlabankinn 61,7 milljónir evra.

Alls bárust tilboð fyrir 71,8 milljónir evra, að því er kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum. Þeir sem seldu Seðlabankanum evrur fengu verðtryggt ríkisskuldabréf til 30 ára í staðinn fyrir gjaldeyrinn. Samkvæmt Seðlabankanum eru útboð sem þessi liður í losun gjaldeyrishafta.

Fyrir skömmu lauk Seðlabankinn við gjaldeyrisútboð, þar sem bankinn keypti svokallaðar aflandskrónur gegn greiðslu í erlendum gjaldeyri í reiðufé. Í því útboði var miðað við lágmarksverðið 215 krónur á evru, en meðalverð í því tilboði var 218 krónur á hverja evru. Heildarupphæð þess útboð var litlu lægri en í útboðinu sem lauk í dag ,eða 61,1 milljón evra. 

Samkvæmt gengisskráningu Seðlabanka Íslands er gengi evrunnar 165 krónur á evru. Þeir fjárfestar sem seldu Seðlabankanum erlendan gjaldeyri í dag fengu því fleiri krónur fyrir sínar evrur en tíðkast í gjaldeyrisviðskiptum almennings.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK