Mikil tiltekt framundan

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.

Aðeins fimm ríki sem eiga aðild að Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) þurfa að taka til meira í ríkisfjármálum sínum en það íslenska.

Samkvæmt töflu sem breska tímaritið The Economist birtir, og er byggð á gögnum OECD) þarf frumjöfnuður ríkisins, – það er jöfnuður tekna og gjalda að fjármagnstekjum og -gjöldum undanskildum, að batna sem nemur 13% af landsframleiðslu ef skuldastaða ríkisins á að komast í 60% af landsframleiðslu árið 2026.

Aðeins Japan, Bandaríkin, Írland, Grikkland og Bretland þurfa að bæta frumjöfnuð meir en íslensk stjórnvöld á þessu tímabili. Grikkland er í fjórða sæti og frumjöfnuðurinn þarf að skána um 16%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK