Hafa veitt 30 hrefnur

Jóhanna ÁR með hrefnu við borðstokkinn.
Jóhanna ÁR með hrefnu við borðstokkinn. mbl.is/Árni Sæberg

Gunnar Bergmann Jónsson hjá Hrefnuveiðimönnum ehf. segir veiðarnar ganga vel, en aldrei muni takast að klára kvótann.

„Veiðitímabilið hófst með veiðum á fyrsta dýrinu 30. apríl og stendur yfir í 6 mánuði. Á þeim tíma má veiða 216 dýr en við erum núna komnir með 30,“ segir Gunnar en fyrirtæki hans er það eina sem haldið hefur til hrefnuveiða á þessu veiðitímabili.

Í umfjöllun um hrefnuveiðina í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að sótt var um leyfi fyrir fjögur hvalveiðiskip og rekur fyrirtæki Gunnars eitt þeirra.

Að mati Gunnars er erfitt að segja til um hvers vegna ekki eru fleiri að veiðum. Ein ástæðan sé mögulega sú að hvalveiðimenn geta enn sem komið er ekki stólað á að löggjöfin reynist þeim hagstæð og forsendur til að fjárfesta og byggja upp í greininni því takmarkaðar.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK