Forstjóri News International hættir

Rebekah Brooks og Rupert Murdoch, aðaleigandi News Corp.
Rebekah Brooks og Rupert Murdoch, aðaleigandi News Corp. Reuters

Tilkynnt var í dag að Rebekah Brooks hafi sagt af sér sem forstjóri News International í Bretlandi.  Mun Tom Mockridge, forstjóri sjónvarpsstöðvarinnar Sky Italia, taka við starfinu. 

Lagt var hart að Brooks að segja af sér í kjölfar þess að uppvíst var um að blaðið News of the World, sem var í eigu News International, hefði látið brjótast inn í síma fjölda einstaklinga í Bretlandi á síðasta áratug. Brooks var ritstjóri blaðsins um tíma. News International ákvað í síðustu viku að hætta útgáfu News of the World.

Talsmaður News Corp., móðurfélags News International, staðfesti að Brooks hefði sagt af sér og að tölvupóstur þess efnis hefði verið sendur til starfsmanna fyrirtækisins.

Í tölvupóstinum segist Brooks finna fyrir mikilli ábyrgð vegna símhleranahneykslisins. 

„Ég hef afhent Rupert og James Murdoch uppsagnarbeiðni mína. Talsverð umræða hefur verið um málið en nú hefur verið fallist á þá beiðni," segir Brooks.  

„Sem forstjóri fyrirtækisins tel ég mig bera ábyrgð á að fólk á um sárt að binda og ég vil ítreka hvað ég harma þá atburði, sem við vitum nú að áttu sér stað. Ég hef talið að það væri rétt og ábyrg afstaða af minni hálfu að leiða okkur gegnum þessa kreppu. En sú afstaða mín hefur dregið athygli frá þeim einlæga ásetningi okkar að bæta fyrir brotin sem framin voru í fortíðinni."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK