Bankastjórar á evrufundi

Angela Merkel tók á móti Nicolas Sarkozy í Berlín í …
Angela Merkel tók á móti Nicolas Sarkozy í Berlín í gærkvöldi. Reuters

Forstjórar helstu bankanna á evrusvæðinu munu sitja leiðtogafund Evrópusambandsins í Brussel í dag þar sem ná á samkomulagi um áætlun til að bjarga Grikklandi út úr skuldavanda, sem landið og evrusvæðið glímavið.

Þýska blaðið Bild segir, að Josef Ackermann, forstjóri Deutsche Bank, stærsta banka Þýskalands, muni meðal annars sitja fundinn. 

Búist er við að bankastjórarnir styðji að bankar komi að björgunaráætluninni þegar búið sé að ná samkomulagi um hinn pólitíska þátt málsins. 

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Nicolas Sarkozy, forseti Þýskalands, náðu í gærkvöldi samkomulagi um sameginlega afstöðu ríkjanna tveggja. Ekki hefur verið gefið upp hver sú afstaða er.  

Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrópu, sat fundinn með Merkel og Sarkozy.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK