Verðbólgan mælist 5%

Sumarútsölur hafa áhrif á verðbólguna í júlí
Sumarútsölur hafa áhrif á verðbólguna í júlí mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,11% í júlí frá fyrra mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,0% og vísitalan án húsnæðis um 4,7%.  Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,6% sem jafngildir 6,3% verðbólgu á ári (4,2% verðbólgu fyrir vísitöluna án húsnæðis).

Hefur ársverðbólgan ekki mælst jafn mikil síðan í júní í fyrra en hún var 5,7%.

Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 359,9 stig og lækkaði um 0,22% frá júní, samkvæmt frétt Hagstofu Íslands.

Sumarútsölur hafa áhrif

Sumarútsölur eru víða í gangi og lækkaði verð á fötum og skóm um 9,4% (vísitöluáhrif -0,56%).

Kostnaður vegna eigin húsnæðis jókst um 1,2% (0,15%). Þar af voru 0,17% áhrif vegna hækkunar markaðsverðs en -0,02% vegna lækkunar raunvaxta. Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 0,7% (0,10%).

Búvörur og grænmeti hafa hækkað um 8,3% á einu ári

Á tólf mánaða tímabili hafa innlendar vörur og grænmeti hækkað um 6,1% samkvæmt frétt Hagstofunnar. Búvörur og grænmeti hafa hækkað um 8,3% en innlendar vörur án búvöru um 4,5%. Innfluttar vörur hafa hækkað um 4,2%.

Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í júlí 2011, sem er 379,9 stig, gildir til verðtryggingar í september 2011. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 7.501 stig fyrir september 2011.

Greining Íslandsbanka hafði spáð því að vísitala neysluverðs héldist óbreytt milli mánaða og Greiningardeild Arion banka hafði spáð því að hún myndi lækka um 0,2% á milli mánaða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK