Fréttaskýring: Hallarekstur svipaður og í verst stöddu evruríkjunum

Þrátt fyrir að heimtur ríkissjóðs á fé hafi verið í …
Þrátt fyrir að heimtur ríkissjóðs á fé hafi verið í takt við áætlanir voru útgjöldin í fyrra mun meiri en fjárlög gerðu ráð fyrir. mbl.is/RAX

Afkoma ríkissjóðs í fyrra var mun verri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Útgjöld ríkisins umfram tekjur í fyrra námu 123 milljörðum króna en fjárlög gerðu ráð fyrir að hallinn á rekstri ríkissjóðs yrði 82 milljarður. Nemur mismunurinn milli fjárlaga og endanlegrar niðurstöðu því 41 milljarði.

Þegar litið er til hallarekstursins sem hlutfalls af landsframleiðslu sést að afkoma ríkissjóðs var aðeins litlu skárri en árið 2009. Hallinn nam 8% af landsframleiðslu samkvæmt ríkisreikningnum en hann var 9,3% árið áður. Áætlanir stjórnvalda gerðu ráð fyrir að fjárlagahallinn yrði 5,3%.

Þegar þessi niðurstaða er borin saman við afkomu annarra ríkja í Evrópu í fyrra kemur í ljós að samanburðurinn er ekki hagstæður. Samkvæmt gögnum frá Eurostat – hagstofu Evrópusambandsins, var hallareksturinn aðeins meiri í fimm Evrópuríkjum: Portúgal, Spáni, Bretlandi, Grikklandi og Írlandi. Það sem skýrir frávik niðurstöðu ríkisreikningsins frá fjárlögum er að stærstum hluta 33 milljarða framlag ríkissjóðs til Íbúðalánasjóðs. Ljóst er að óreglulegir liðir koma koma til með hafa veruleg áhrif á afkomu ríkissjóðs í ár. Fjárlög þessa árs gera ráð fyrir að hallinn á rekstri ríkisins verði um 35 milljarðar króna eða sem nemur 3,3% af landsframleiðslu.

Stórir liðir ekki á fjárlögum

Inn í þessari áætlun er ekki tekið tillit til kostnaðar ríkisins vegna kjarasamninga sem er talinn verða ríflega 10 milljarðar og kostnaður vegna veigamikilla skuldbindinga. Ber þar hæst kostnaður vegna yfirtöku Landsbankans á SpKef og endurfjármögnun Íbúðalánasjóðs. Talið er að kostnaður ríkisins vegna yfirtökunnar á SpKef gæti hlaupið á tugum milljarða.

Þar að auki þarf Íbúðalánasjóður að minnsta kosti tólf milljarða á árinu eigi hann að uppfylla skyldur um 5% eiginfjárhlutfall. Horfi menn til þess að hann sé að minnsta kosti með 8% eiginfjárhlutfall, eins og rætt hefur verið um í skýrslum AGS, þarf hann ríflega tuttugu milljarða.

Af þessu má vera ljóst má að enn eru framundan erfið verkefni við að ná böndum á rekstur ríkisins.

Efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gerir ráð fyrir að rekstur ríkisins verði í jafnvægi á næsta ári og að afgangur verði af fjárlögum ársins 2013.

Afkoma ríkisins í fyrra
» Tekjur ríkisins voru í takt við fjárlög ársins 2010 en hinsvegar urðu útgjöldin mun meiri.
» Hallreksturinn sem hlutfall af landsframleiðslu nam 8%. Fjárlög gerðu ráð fyrir 5,3% halla.
» Hallinn nam 123 milljörðum króna og var 41 milljarði meiri en fjárlög gerðu ráð fyrir.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK