Vond tíðindi fyrir lífeyrissjóðina

Fjárfestar eru niðurlútir þessa dagana enda lækka hlutabréf núna mikið …
Fjárfestar eru niðurlútir þessa dagana enda lækka hlutabréf núna mikið í verði. Reuters

„Þetta eru ekki góð tíðindi fyrir íslensku lífeyrissjóðina frekar en aðra fjárfesta,“ segir Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, en hlutabréfamarkaðir um allan heim hafa verið að lækka vegna ótta fjárfesta við nýja niðursveiflu í efnahagslífi heimsins.

Um fjórðungur eigna íslensku lífeyrissjóðanna eru í erlendum eignum, þ.e. verðbréfum og hlutabréfum.  Samkvæmt tölum Seðlabankans frá 1. júní áttu lífeyrissjóðirnir þá 497 milljarða króna erlendis, en heildareignir sjóðanna eru rúmlega 2000 milljarðar.

Lífeyrissjóðirnir gera upp í íslenskum krónum og því hefur gengi krónunnar áhrif á hvernig eignirnar eru skráðar í bókhaldi sjóðanna.

„Íslensku lífeyrissjóðirnir hafa ekkert verið að fjárfesta erlendis frá hruni. Það eru gjaldeyrishöft og því er ekki hægt fyrir þá að fara með nýja fjárfestingu út. Hins vegar er hægt að endurfjárfesta úti. Lífeyrissjóðirnir hafa verið að koma heim með eignir m.a. til þess að létta undir gjaldeyrishöftunum og vonandi þannig flýta því að hægt verði að afnema þau. Það er að hefjast nýtt útboð og þá kemur í ljóst hvort lífeyrissjóðirnir halda áfram á þessari braut,“ sagði Þórey.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK