Olíuverð hrynur

Olíuvinnslustöð.
Olíuvinnslustöð. Reuters

Verð á olíu lækkaði mikið á markaði í Asíu í nótt í kjölfar þess að matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna á föstudagskvöld.

Verð á hráolíu í rafrænum viðskiptum á hrávörumarkaðnum í New York lækkaði um 3,27 dali tunnan og fór niður í 83,61 dal. Brent Norðursjávarolía lækkaði í rafrænum viðskiptum í Lundúnum um 2,46 dali tunnan og var verðið 106,91 dalur. 

Á sama tíma fór verð á gulli yfir 1700 dali únsan og hefur aldrei í sögunni verið hærra í dölum talið. Sögðu miðlarar að fjárfestar væru að færa fjárfestingar frá öðrum mörkuðum, þar á meðal gjaldeyrismörkuðum, og yfir í gull.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK