Póstdreifing kaupir fjóra metanbíla

Póstdreifing hefur keypt fjóra nýja Mercedes-Benz Sprinter sendibíla sem ganga fyrir metani, að því er kemur fram í fréttatilkynningu.

Þar er haft eftir Erni Jóhannssyni, deildarstjóra akstursdeildar Póstdreifingar, að markmið fyrirtækisins sé að bílafloti þess sé umhverfisvænn.

Bílarnir fjórir eru sérpantaðir fyrir Póstdreifingu og eru sérútbúnir til dreifingarþjónustu að sögn Páls H. Halldórssonar, sölustjóra atvinnubíla hjá Öskju, umboðsaðila Mercedes-Benz á Íslandi.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Lesa blaðið hér
Ekki með áskrift?
Skoða áskriftarleiðir
  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda
Svæði

Myntbreyta

Mynt Fjárhæð Mynt Fjárhæð
  ISK   USD
  EUR   GBP
  CAD   DKK
  NOK   SEK
  CHF   JPY
Gengi gjaldmiðla

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir