Krónan ofmetnasti gjaldmiðillinn

Fá dæmi eru um að gjaldmiðill hafi verið jafn ofmetinn og íslenska krónan á árunum 2004-2007. Þetta segir Tom Asprey, sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Princeton Economic Institute í viðskiptatímaritinu Forbes.

Í greininni fjallar Asprey um svokallaða Big Mac-vísitölu, sem mælir verð á hamborgurum í samhengi við landsframleiðslu. Hann segir að út frá þessum mælikvarða sé gjaldmiðill Brasilíu ofmetnasti gjaldmiðill heims í dag.

„Ef litið er til baka á tölfræði áranna 2004-2007 þá sést að íslenska krónan var í hópi ofmetnustu gjaldmiðla heims. Árið 2007 var gjaldmiðillinn ofmetinn samkvæmt vísitölunni um 131. Krónan náði hámarki í júlí 2007 og verðgildi hennar féll um helming í efnahagskreppunni,“ segir Asprey.

Asprey segir jafnframt að verðmæti kínverska gjaldmiðilsins júan hafi síðustu ár verið vanmetið ef Big Mac-vísitalan sé lögð til grundvallar. Seðlabanki Kína hafi nýlega leyft honum að styrkjast og júanið hafi ekki verið sterkari gagnvart dollar í 17 ár.

Greinin í Forbes

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK