Lækkun í Evrópu

Nú er rætt um að koma á sameiginlegum evrópskum skatti …
Nú er rætt um að koma á sameiginlegum evrópskum skatti á fjármagnsflutninga. Reuters

Hlutabréf í þýska kauphallarfyrirtækinu Deutsche Börse hafa lækkað um rúm 6% á fyrstu mínútunum eftir að viðskipti hófust í evrópskum kauphöllum klukkan sjö.

Er ástæða lækkunar á hlutabréfum kauphallarinnar fyrirhuguð skattlagning á fjármálaflutninga, líkt og Angela Merkel, kanslari Þýskalands og Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti, ræddu um á fundi sínum í gær.

DAX vísitalan hefur lækkað um 1,43% það sem af er degi. Í Lundúnum hefur FTSE vísitalan lækkað um 0,78% og CAC vísitalan í París hefur lækkað um 0,58%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK