Seðlabankinn „ryksugar" gjaldeyri

Greiningardeild Arion banka segir að Seðlabankinn hafi ryksugað til sín stóran hluta þess gjaldeyris sem hefur komið inn á millibankamarkað  síðastliðið ár.

Segir greiningardeildin, að frá því í ágúst í fyrra hafi heildarvelta á millibankamarkaði numið um 77 milljörðum króna og þar af hafi Seðlabankinn keypt ríflega helminginn eða um 39 milljarða króna ef miðað er við núverandi gengi evru. Því hefur krónan e.t.v. styrkst minna en ella eða jafnvel veikst fyrir vikið.

Að frátöldum gjaldeyrisviðskiptum Seðlabankans við innlend fjármálafyrirtæki í desember sl., sem námu í heild 25 milljörðum króna, hafi Seðlabankinn safnað, í reglulegum vikulegum kaupum sínum, um 14 milljörðum króna á einu ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK