Afnám gjaldeyrishafta dregst á langinn

Greining Íslandsbanka segir, að líklegt megi telja að almenn aflétting gjaldeyrishafta dragist enn frekar á langinn eftir slaka þátttöku í gjaldeyrisútboði Seðlabankans í síðustu viku.

Bankinn hafði áætlað að kaupa 72 millónir evra og greiða fyrir með löngum, verðtryggðum ríkisbréfum. Með þessu móti átti að afla aftur þeirra 69 milljóna evra sem bankinn seldi eigendum aflandskróna úr gjaldeyrisforðanum í skiptum fyrir krónueignir þeirra í júlí.

Seinna útboðið, sem sniðið var að lífeyrissjóðum, hlaut hins vegar dræmar undirtektir. Heildartilboð námu aðeins 3,4 milljónum evra og var þeim öllum tekið af Seðlabankanum. Íslandsbanki segir, að þessi viðskipti hafi því rýrt gjaldeyrisforðann um 66 milljónir evra, jafnvirði 10,8 milljarða króna á núverandi gengi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK