Hagnaður SS 921 milljón króna

mbl.is/G. Rúnar

Hagnaður samstæðu Sláturfélags Suðurlands á tímabilinu janúar til júní 2011 var 921 milljón króna. Á sama tímabili árið áður var 193 milljóna króna hagnaður hjá félaginu. Eigið fé Sláturfélagsins var 2.448 mkr. í lok júní.

Með samkomulagi við viðskiptabanka félagsins um uppgjör gengistryggðra lána og uppgreiðslu lána lækka langtímaskuldir um 1.100 mkr. Að teknu tilliti til reiknaðs tekjuskatts hefur uppgjör gengistryggðra lána um 800 mkr. jákvæð áhrif á afkomu félagsins á fyrra árshelmingi. Langtímaskuldir félagsins voru endurfjármagnaðar með nýrri lántöku að fjárhæð 1.600 mkr. til 25 ára sem lækkar umtalsvert árlegar afborganir lána.

Rekstrartekjur samstæðu Sláturfélags Suðurlands voru 4.397 mkr. á fyrri helmingi ársins 2011, en 4.066 mkr. á sama tíma árið áður og hækka því um rúm 8%. Aðrar tekjur voru 31 mkr en 22 mkr. árið áður. Endurfjármögnun langtímaskulda félagsins sem nú er lokið hefur jákvæð áhrif á fjármagnsliði samstæðunnar auk þess sem árleg greiðslubyrði lána lækkar umtalsvert.

Sláturfélagið hefur nú náð fyrri fjárhagsstyrk með 41% eiginfjárhlutfall. Lausafjárstaða er einnig góð en veltufjárhlutfall var 2,4 í lok júní s.l., að því er segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Aðhald í rekstri áfram

Frá hausti 2008 hefur verið beitt miklu aðhaldi í rekstri og fjárfestingum sem hefur skilað sér í bættri afkomu og góðri fjárhagsstöðu félagsins. Til að styrkja enn frekar stöðu félagins er nauðsynlegt að halda áfram enn um sinn á sömu braut.

Lítils háttar samdráttur var í kjötsölu á landsvísu milli ára á fyrri árshelmingi. Gert er ráð fyrir að samdráttar gæti einnig á seinni árshelmingi. Gert er ráð fyrir hægum bata í kjötsölu þegar kemur fram á árið 2012.

„Sláturfélagið eins og önnur kjötsölufyrirtæki hefur mætt samdrætti í sölu innanlands með auknum útflutningi á lambakjöti. Sláturfélagið hefur þó sinnt vel eins og áður mikilvægum innanlandsmarkaði með því að eiga nægt lambakjöt til að mæta þörfum viðskiptavina. Skertur kaupmáttur heimila hefur haft neikvæð áhrif á afkomu kjötiðnaðar félagsins.

Við því hefur verið brugðist með öflugri vöruþróun, markaðssókn og aðhaldi í rekstri. Gert er ráð fyrir hægum bata í rekstri kjötiðnaðar á árinu 2011. Matvöruhluti innflutningsdeildar hefur náð að halda hlutdeild á markaði þrátt fyrir erfið skilyrði. Sala á tilbúnum áburði til bænda í samstarfi við Yara í Noregi gekk vel á fyrri árshelmingi jafnframt því sem SS er að styrkja stöðuna á kjarnfóðurmarkaði í samstarfi við DLG," segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK