Höfðar mál gegn bönkunum

Bank of America er einn þeirra banka sem verða ákærðir.
Bank of America er einn þeirra banka sem verða ákærðir. Reuters

Bandarísk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau ætli að höfða mál gegn 17 bönkum vegna taps sem þau urðu fyrir vegna lána til húsnæðiskaupa, en tapið hefur leitt til þess að bandarískir skattborgarar hafa þurft að taka á sig milljarða dollara skuldir.

Málið tengist íbúðalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac sem eru stærstu lánveitendur húsnæðislána í Bandaríkjunum. Viðskiptabankarnir tóku þessi skuldabréf og bjuggu til svokallaða skuldabréfavafninga og seldu þá sem traustan fjárfestingakost. Í ljós kom hins vegar að stór hluti lánapakkans var mjög ótraustur. Þetta átt stóran þátt í bankakreppunni haustið 2008.

Í tilkynningu frá bandarískum stjórnvöldum segir að mál verði höfðað gegn stórum bönkum eins og Bank of America, Goldman Sachs, JPMorgan Chase, Deutsche Bank, HSBC, Barclays og Nomura. Heildarkrafan hljóðar upp á 114,6 milljarða dollara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK