Tækifæri fyrir ESB í norðri með aðild Íslands

Ljósmynd/Eric Chan

Philippe De Buck, framkvæmdastjóri Business Europe, sem eru samtök atvinnulífsins á evrusvæðinu, segir að með aðildarviðræðum íslenskra stjórnvalda og Evrópusambandsins sé að myndast svigrúm fyrir ESB til að auka áhrif sín á norðurslóðum.

Þetta kom from í erindi De Buck á morgunverðarfundi Samtaka atvinnlífsins og Samtaka iðnaðarins í morgun. De Buck sagði í erindi sínu að á endanum myndu Íslendingar taka afstöðu til aðildar en lagði áherslu á þá skoðun sína að hver einasta stækkun ESB rétt eins og hvert einasta skref í átt að dýpkunar sambandsins hafi reynst ESB vel sem og aðildarríkjunum.

De Buck segir að evrusvæðið standi á tímamótum. Þrátt fyrir að viðsnúningur hagkerfa Evrópu hafi verið umfram væntingar undanfarin ár hafi skuldakreppan skapað óvissu og óstöðugleika. Hann lagði áherslu á það í erindi sínu að brýnt væri að stjórnvöld gripu sem fyrst til afgerandi aðgerða vegna skuldakreppunnar. De Buck sagði evruna sem slíka ekki vera rót skuldakreppunnar í Evrópu – vandann megi rekja til ósjálfbærar skuldasöfnunar einstakra ríkja. Hann lagði áherslu á í erindi sínu að aðildarríki evrusvæðisins samþykktu síðustu breytingar sem voru gerðar á björgunarsjóðnum sem ESB setti á laggirnar í kjölfar þess að gríska ríkið rambaði á barmi gjaldþrots í fyrra. Ennfremur lagði hann áherslu á að aðildarríki evrusvæðisins hrintu í framkvæmd umbótum, endurskoðuðu Maastricht-skilyrðin og auki með sér samstarf á sviði efnahagsmála. Taldi De Bruck að þessar aðgerðir kölluðu á frekari styrkingu stöðu framkvæmdastjórnar ESB í stjórnsýslu sambandsins.

De Bruck sagði evruna vera til marks um efnahagslega velgengni. Tilkoma hennar hafi haldið niðri verðbólgu á hinu sameiginlega myntsvæði og lagt grundvöll að hagvexti með því að ýta undir milliríkjaviðskipti, auka samkeppni og framleiðni. Hann sagði það skyldu atvinnulífsins í Evrópu að styðja aðgerðir sem standa vörð um evruna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK