Hlutabréf falla um allan heim

Hlutabréf hafa lækkað í verði um allan heim í dag.
Hlutabréf hafa lækkað í verði um allan heim í dag. Reuters

Hlutabréf um allan heim hafa haldið áfram að lækka í dag. Lækkunin kom í kjölfar tilkynningar Seðlabanka Bandaríkjanna þar sem varað er við niðursveiflu í bandarísku hagkerfi. Sérfræðingar segja að markaðurinn telji að viðbrögð bankans við versnandi stöðu séu ekki nægjanlega öflug.

Dow Jones-vísitalan hefur lækkað í dag um 2,5%, Nasdaq um 2%, FTSE í London um 5%, Dax í Frankfurt um 4,8% og Cas í París um 5,5%. Vísitölur í Asíu hafa líka lækkað í dag.

Í tilkynningu Seðlabankans segir að vísbendingar séu um að atvinnuleysi í Bandaríkjunum eigi enn eftir að aukast. Horfur á alþjóðlegum mörkuðum sé neikvæðar og því fylgi aukin áhætta fyrir fjármálastofnanir.

Robert Zoellick, forstjóri Alþjóðabankans, sagðist telja að efnahagur heimsins væri á „hættusvæði“, en hann sagðist þó ekki telja líkur á nýrri heimskreppu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK