Sjö fengu 170 milljarða afskrifaða

Bankarnir hafa þurft að afskifa mikið af lánum fyrirtækja sem …
Bankarnir hafa þurft að afskifa mikið af lánum fyrirtækja sem ekki hafa getað staðið við skuldbindingar sínar.

Bankar og fjármálafyrirtæki höfðu um mitt þetta ár afskrifað samtals 336 milljarða hjá 41 fyrirtæki. Þetta fram í skýrslu Eftirlitsnefnd um sértæka skuldaaðlögun. Sjö fjárfestinga og eignarhaldsfélög fengu samtals 170 milljarða afskrifaða.

Samkvæmt lögum á eftirlitsnefndin að skila reglulega skýrslu um framkvæmd laga um sérstaka skuldaaðlögun. Nýjasta skýrslan er sú þriðja í röðinni. Samkvæmt lögunum á nefndin að skila tölfræðilegum upplýsingum um fyrirtæki sem fá meina en einn milljarð í eftirgjöf skulda.

Fram kemur í skýrslunni að sjö fasteignafélög fengu samtals 13,6 milljarða afskrifaða. Sjö fjárfestinga og eignarhaldsfélög fengu 170 milljarða afskrifaða. Fimm sjávarútvegsfyrirtæki fengu 12,8 milljarða afskrifaða. Fjögur verkataka og byggingafyrirtæki fengu 26,6 milljarða afskrifaða. Þrettán verslunarfyrirtæki fengu 88,5 milljarða afskrifaða og fimm önnur fyrirtæki fengu samtals 25 milljarða afskrifaða.

Til viðbótar var lánum að upphæð 91,5 milljörðum hjá níu fyrirtækjum breytt í hlutafé. Rúmlega 70 milljarðar af þessari upphæð er hjá þessum sjö fjárfestinga og eignarhaldsfélögum.

Samkvæmt lögunum má nefndin ekki upplýsa um nöfn þeirra fyrirtækja sem hafa fengið skuldir afskrifaðar.

Skýrsla eftirlitsnefndarinnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK