Bankar leiða hækkanir

Hlutabréfavísitölur hafa hækkað mikið í Evrópu í morgun.
Hlutabréfavísitölur hafa hækkað mikið í Evrópu í morgun. Reuters

Helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu hafa hækkað mikið í morgun og eru það einkum bankar sem leiða hækkanir.

Í Lundúnum hefur FTSE vísitalan hækkað um 1,02% en hlutabréf Royal Bank of Scotland hafa hækkað um 5,96%.

Í Þýskalandi hefur DAX vísitalan hækkað um 2,9% og hafa hlutabréf Deutsche Bank hækkað um 8,07% og Commerzbank um 7,33%.

Á Ítalíu hefur FTSE Mib hlutabréfavísitalan hækkað um 3,77% og í Mílanó hefur hlutabréfavísitalan hækkað um 3,14%.

Í París hefur CAC vísitalan hækkað um 2,40% og hefur BNP Paribas hækkað um rúm 8%. Credit Agricole and Societe General hafa einnig hækkað mikið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK