Verð á áli lækkar hratt

Ísland flutti út ál fyrir 232 milljarða á síðasta ári.
Ísland flutti út ál fyrir 232 milljarða á síðasta ári.

Heimsmarkaðsverð á áli hefur lækkað mikið síðustu vikur og mánuði í kjölfar spár um versnandi efnahagshorfur í heiminum. Verð á hvert tonn er komið niður fyrir 2.200 dollara en það  fór upp fyrir 2.700 dollara í vor þegar það var í hámarki.

Heimsmarkaðsverð á hrávöru eins og áli sveiflast í takt við efnahagshorfur í heiminum. Eftir að skýrari merki hafa komið fram um að hagvöxtur á Vesturlöndum verði minni en spáð var og fréttir bárust af skuldakreppu í Evrópu og Bandaríkjunum hefur verð á áli lækkað stöðugt.

Heimsmarkaðsverð á áli fór niður í um 1.900 dollara tonnið í maí í fyrra, en þá tók það að hækka á ný. Árið síðar var tonnið komið upp fyrir 2.700 dollara, en síðan hefur það lækkað nær stöðugt og er nú komið niður fyrir 2.200 dollara.

Ísland flutti út ál fyrir 232 milljarða á síðasta ári og nam þessi útflutningur 41,4% af því sem við fluttum út.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK