Kreppan bitnar á þróunarlöndunum

Christine Lagarde.
Christine Lagarde. Reuters

Veik efnahagsstaða iðnríkjanna er farin að hafa áhrif á þróunarlöndin, sagði Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, á fundi G20-ríkjanna í París í dag. Vöxtur þróunarlandanna hafi áður komið í veg fyrir að mörg iðnríkjanna færu verr út úr heimskreppunni en þau gerðu.

Efnahagshorfur hafa farið versnandi undanfarnar vikur og segir Lagarde það byrjað að koma fram í þróunarlöndunum. „Aðalatriðið er að ástandið hefur versnað undanfarnar þrjár vikur í stað þess að batna,“ sagði Lagarde. „Við höfum heyrt frá þróunarlöndunum að þau óttist að það muni bitna á þeim.“

Lagarde sagði það nauðsynlegt að AGS hefði úrræði til að „mæta þörfum meðlima sinna á fullnægjandi hátt“ en hún útskýrði ekki nánar hvað hún ætti við. AGS myndi leggja fram ítarlega tillögu á G20 fundi í Cannes þann 3. og 4. nóvember, um hvernig hægt væri að hjálpa löndum sem kreppan bitnaði á þrátt fyrir að þau stæðu efnahagslega vel.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK