Aðgerðir stjórnvalda helsta vandamálið

Jón Bjarnason, Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir á Alþingi.
Jón Bjarnason, Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir á Alþingi.

Rúmlega þriðjungur aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins telur aðgerðir stjórnvalda vera helsta vandamál fyrirtækisins við núverandi aðstæður og tæplega fjórðungur til viðbótar setur aðgerðir stjórnvalda í annað sæti meðal helstu vandamála þeirra.

Þetta kemur fram í nýrri könnun SA á rekstrarhorfum fyrirtækja sem gerð var dagana 6.-11. október 2011. Um 70% fyrirtækja í sjávarútvegi telja aðgerðir stjórnvalda vera helsta vandamál fyrirtækisins og um 40% í verslun og þjónustu.

Skuldir og hár fjármagnskostnaður annað helsta vandamálið

Skuldir og hár fjármagnskostnaður er annað helsta vandamál fyrirtækjanna, en fjórðungur þeirra setur skuldir og fjármagnskostnað í fyrsta sæti og þriðjungur til viðbótar í annað sæti. Rúmlega fjögur af hverjum tíu fyrirtækjum (42%) setja litla eftirspurn og erfiðan markað í fyrsta og annað sæti yfir helstu vandamál fyrirtækisins og um þrjú af hverjum tíu setja skattamál í þau sæti.

Fyrirtækin voru einnig beðin um að raða eftir mikilvægi fimm af ellefu skilaboðum til stjórnvalda um brýnustu úrlausnarefnin. Þau skilaboð voru eftirfarandi: Auka fjárfestingar í atvinnulífinu, greiða fyrir stórframkvæmdum, auka útflutningstekjur, afnema gjaldeyrishöft, ná rekstrarafgangi í ríkisfjármálum, veita sjávarútvegi traust starfsskilyrði, lækka vexti, minnka atvinnuleysi, lækka skatta, stöðva skuldasöfnun lífeyrissjóða hins opinbera og jafna réttindi á almennum og opinberum vinnumarkaði og bæta vinnumiðlun fyrir atvinnulausa, segir á vef Samtaka atvinnulífsins.

 Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK