Segir Arion banka í „orðaleik“

„Við ætlum bara að skoða það mál til hlítar, sækja okkur öll gögn og skoða þau mál,“ segir Skúli Rósantsson, eigandi húsgagnaverslananna Kósý og Casa, þegar leitað er viðbragða hjá honum vegna yfirlýsinga og ummæla frá Arion banka og Pennanum vegna opnuauglýsingar sem birtist í Morgunblaðinu í dag þar sem tólf fyrirtæki saka Arion banka og Pennann um að skekkja samkeppnisaðstöðu á markaði.

„Við höfum þessi gögn ekki eins og er og við vitnum bara í það sem kom fram í frétt Fréttablaðsins 20. þessa mánaðar um að Arion banki hafi sett tvö hundruð milljónir í rekstur Pennans,“ segir Skúli. „Við eigum fund með Arion banka klukkan 11 í fyrramálið, sem þeir boða til.“

„Ég held að það sé bara orðaleikur,“ segir Skúli um að fram komi í tilkynningu Arion banka að 200 milljónirnar hafi farið til lækkunar skulda Pennans. „Eftir því sem ég best veit lögðu þeir Pennanum til lán upp á 500 milljónir en það kemur hvergi fram hjá þeim. Á sama tíma og flest önnur fyrirtæki hafi engan aðgang að lánsfé.“ Slíkt hljóti að skekkja samkeppnisaðstöðuna.

Skúli segist jafnframt telja það skrítið að Arion banki segist hafa lagt Pennanum til 200 milljónir í hlutafé en dragi það svo til baka. Þetta verði að skoða frá öllum sjónarhornum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK