Ágæt afkoma hjá Ford

Reuters

Hagnaður næst stærsta bílaframleiðanda Bandaríkjanna, Ford Motor Co., nam 1,65 milljörðum Bandaríkjadala á þriðja ársfjórðungi. Er þetta aðeins minni hagnaður heldur en á sama tímabili í fyrra en meiri hagnaður heldur en sérfræðingar höfðu spáð.

Tekjur Ford jukust um 14% á milli ára og námu 33,1 milljarði dala. Er þetta tíundi ársfjórðungurinn í röð sem Ford skilar hagnaði en fyrirtækið er eini stóri bílaframleiðandinn í Bandaríkjunum sem ekki þurfti á ríkisaðstoð að halda í efnahagskreppunni á árunum 2008 og 2009.

Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK