Aukinn hagnaður hjá Marel

Marel
Marel

Hagnaður Marels nam 10,5 milljónum evra, 1.674 milljónum króna, á þriðja ársfjórðungi. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn 2,4 milljónum evra. Á fyrstu níu mánuðum ársins nam hagnaðurinn 19,5 milljónum evra samanborið við 8,1 milljón evra á sama tímabili í fyrra.

Tekjur þriðja ársfjórðungs 2011 námu 169,1 milljónum evra, sem er 13,1% aukning samanborið við þriðja ársfjórðung 2010

Tekjur námu 169,1 milljónum evra, á þriðja ársfjórðungi sem er 13% aukning samanborið við sama tímabil fyrir ári og 4% samanborið við fyrri ársfjórðung.

Rekstrarhagnaður var 11,5% af veltu sem er í samræmi við markmið fyrirtækisins um rekstrarhagnað upp á 10-12% af veltu á árinu.

Tekjur fyrstu níu mánaða ársins námu 484,5 milljónum evra, sem er 16,9% aukning samanborið við sama tímabil fyrir ári. Leiðréttur rekstrarhagnaður fyrir fyrstu níu mánuði ársins var 51,5 milljónir evra, sem er 10,6% af tekjum, og leiðrétt EBITDA var 70,1 milljónir evra, eða 14,5% af tekjum.

„Marel hefur styrkt markaðsstöðu sína enn frekar með nýjum lausnum og frekari markaðssókn. Sterk pantanabók gefur góð fyrirheit um framhaldið á komandi mánuðum. Engu að síður má gera ráð fyrir að afkoman verði breytileg milli ársfjórðunga vegna sveiflna í pöntunum og tímasetningu stærri verkefna," segir enn fremur í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK