Veitti Astraeus hluthafalán

Pálmi Haraldsson.
Pálmi Haraldsson.

Pálmi Haraldsson, eigandi flugfélagsins Astraeus og Iceland Express, veitti Astraeus hluthafalán í september síðastliðnum. Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarmaður í félaginu og núverandi forstjóri Iceland Express, staðfestir þetta í samtali við Viðskiptablaðið. Hann vildi ekki gefa upp um hversu háa upphæð er að ræða.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins lagði Pálmi Iceland Express nýlega til um 500 milljónir króna sem fóru rakleiðis til Astraeus. Viðskiptablaðinu er ekki kunnugt um hvort Skarphéðinn á við þessa upphæð þegar hann staðfestir lánveitingu Pálma til Astraeus. Astraeus á og rekur flugvélar Iceland Express. Bæði félögin eru í eigu Pálma og eru því nátengd. Eini lánardrottinn Express er Astraeus, en síðarnefnda félagið er skráð í Bretlandi.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins hefur Express ekki getað staðið í skilum á öllum greiðslum til Astraeus á settum tíma. Skarphéðinn Berg vildi lítið tjá sig um lánveitinguna, en sagði hana veitta til að styrkja lausafjárstöðu félagsins.

Skarphéðinn Berg staðfestir að Hugh Parry, sem var forstjóri Astraeus þar til í desember 2007, sé nú sestur aftur í forstjórastól félagsins. Ráðningin tók gildi í síðustu viku. Að sögn Skarphéðins er helsta breytingin við endurkomu Parrys sú að hann lætur sjálfur af forstjórastarfi Astraeus. Skarphéðinn hefur gegnt starfinu frá því að Mario Fulgoni lét af störfum í ágúst síðastliðnum. Fulgoni tók við á árinu 2008, á eftir Parry.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK