Ekki vandamál að draga úr verðtryggingu

Seðlabankinn.
Seðlabankinn. Ómar Óskarsson

Afnám verðtryggingar yrði ekki endilega vandamál fyrir peningastefnu og gæti að sumu leyti eflt hana. Það gerði það hins vegar enn mikilvægara að halda verðbólgu stöðugri. Þetta kom fram í svari Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis nú í morgun.

Var það Þráinn Bertelsson, þingmaður VG, sem spurði peningastefnunefnd Seðlabankans um áhrif afnáms vísitölutryggðra lána.

Svaraði seðlabankastjóri því til að nokkrar hliðar væri á því, annars vegar peningastefnuhlið og hins vegar fjármálastöðugleikahlið. Út frá peningastefnu væri það ekki endilega vandamál að draga úr verðtryggingu. Reynsla annarra þjóða væri sú að hægt væri að lifa við hvort kerfið sem er.

Hins vegar væru óverðtryggð lán líklega dýrari og áhættusamari en þau verðtryggðu til lengri tíma litið. Verðtryggingu hefði verið komið á á sínum tíma vegna breytinga á vöxtum sem hefðu gert það að verkum að greiðslubyrðin á óverðtryggðum lánum væri þung til langtíma litið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK