Strik undir skuldaafskriftir

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.

Það kemur að því að það þurfi að setja strik undir afskriftir skulda heimila og fyrirtækja. Ef heimilin búast alltaf við frekar afskriftum gera þau ekki þær lagfæringar á bókhaldi sínu sem þörf er á. Þetta kom fram í máli Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.

Var það Margrét Tryggvadóttir, fulltrúi Hreyfingarinnar í nefndinni, sem spurði peningastefnunefnd Seðlabankans sem var gestur nefndarinnar, hvort þörf væri á frekari leiðréttingu skulda heimila og fyrirtækja.

Svaraði seðlabankastjóri, sem einnig er formaður peningastefnunefndar, að það kæmi að því að setja þyrfti strik undir afskriftir skulda. Neyslustigið sem hér hefði verið fyrir hrun hefði ekki staðist og það kæmi ekki til með að gera það. Mikilvægt væri að fólk gerði sér grein fyrir og aðlagaðist því.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK