Stýrivextir stjórna ekki fjárfestingu

Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri og Már Guðmundsson, seðlabankastjóri
Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri og Már Guðmundsson, seðlabankastjóri mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Lægri stýrivextir hefðu ekki áhrif á fjárfestingarstig á Íslandi því það eru aðrir þættir sem stjórna því sem hafa ekkert með innlenda peningastefnu að gera. Þetta sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis nú í morgun.

Það var Birkir Jón Jónsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni, sem spurði peningastefnunefnd Seðlabankans að því hvers vegna stýrivextir hefðu verið hækkaðir á sama tíma og fjárfestingar á Íslandi væru í sögulegu lágmarki og þannig væri dregið úr hvata til fjárfestingar.

Sagði seðlabankstjóri, sem jafnframt er formaður peningastefnunefndar bankans, að hann hefði enga trú á því að það hefði áhrif á fjárfestingar þó að stýrivextir væru hálfu prósentustigi lægri. Ættu stýrivextir að hámarka fjárfestingar væru þeir alltaf í núlli.

Aðrir þættir hefðu áhrif á fjárfestingar, þar á meðal laskaðir efnahagsreikningar fyrirtækja, óvissa um umhverfi og eftirspurn og erfiðari fjármögnun vegna erfiðleika á erlendum mörkuðum. Ekkert af því kæmi innlendri peningastefnu við. Menn þyrftu að einbeita sér að því að laga þessi atriði því mikilvægt væri að auka fjárfestingu hérlendis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK