Danskt fyrirtæki að kaupa Húsasmiðjuna

Húsasmiðjan
Húsasmiðjan mbl.is/Ómar

Danska byggingavörukeðjan Bygma A/S mun ganga frá kaupum á Húsasmiðjunni í byrjun þessarar viku. Heimildir Fréttablaðsins herma að náðst hafi samkomulag milli Framtakssjóðs Íslands (FSÍ) og dönsku kaupendanna um þá niðurstöðu.

Húsasmiðjan var auglýst til sölu í ágúst síðastliðnum. Alls skiluðu tólf inn óskuldbindandi tilboðum og fimm skuldbindandi tilboðum skömmu síðar. Í byrjun nóvember var síðan ákveðið að ganga til viðræðna við hæstbjóðanda, Bygma A/S.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru viðræður langt komnar þegar tilkynning um endurálagningu skatta upp á meira en hálfan milljarð króna barst frá Ríkisskattstjóra.

Ástæða endurálagningarinnar var að fyrri eigendur Húsasmiðjunnar nýttu vaxtagreiðslur af lánum sem notuð voru til að kaupa fyrirtækið til skattafrádráttar. Ríkisskattstjóri telur slíkt ekki heimilt, samkvæmt Fréttablaðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK