Lánshæfismat Bandaríkjanna kann að lækka

Barack Obama forseta hefur ekki tekst að semja við Repúblikana …
Barack Obama forseta hefur ekki tekst að semja við Repúblikana um ríkisfjármál. Reuters

Matsfyrirtækið Fitch varaði við því í kvöld að lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna kynni að verða lækkuð. Viðvörunin kemur á sama tíma og tilraunir forystumanna á Bandaríkjaþingi til að ná samkomulagi um niðurskurð á ríkisútgjöldum runnu út í sandinn.

Í tilkynningu Fitch segir að með því að fresta því að taka erfiðar ákvarðanir um skatta og útgjöld fram yfir þing- og forsetakosningar í Bandaríkjunum verði vandinn stærri og afleiðingarnar geti orðið alvarlegri. Ef hallarekstur ríkissjóðs verði óbreyttur og staða efnahagsmála versni ekki verði skuldir bandaríska ríkisins um 90% af landsframleiðslu þegar komið verði fram yfir miðjan þennan áratug.

Standard & Poor's hefur þegar tekið ákvörðun um að lækka lánshæfismat Bandaríkjanna og nú hótar Fitch að gera það sama.

Hlutabréf féllu í verði þegar fréttist af tilkynningu Fitch.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK