Veltuaukningin 45% á milli ára

Um 6.600 kaupsamningum var þinglýst árið 2011 á landinu öllu og námu heildarviðskipti með fasteignir rúmlega 170 milljörðum króna. Meðalupphæð á hvern samning var um 26 milljónir króna.

Til samanburðar má sjá að árið 2010 var veltan tæplega 119 milljarðar, kaupsamningar rúmlega 4.700 og meðalupphæð hvers samnings um 25,2 milljónir króna. Heildarvelta fasteignaviðskipta hefur því aukist um tæplega 45% frá árinu 2010 og kaupsamningum fjölgað um rúmlega 40%. Velta 2011 er á landsvísu svipuð og árið 2008, segir á vef Þjóðskrár Íslands.

Veltuaukningin 57% á höfuðborgarsvæðinu

Sé litið til höfuðborgarsvæðisins stefnir heildarupphæð þinglýstra kaupsamninga í um 136 milljarða króna, kaupsamningar verða um 4.600 og meðalupphæð kaupsamnings verður um 29,6 milljónir króna. Heildarupphæð þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2010 var tæplega 86,7 milljarðar króna og fjöldi kaupsamninga var tæplega 3.000. Meðalupphæð samninga árið 2010 var um 29,1 milljón króna. Heildarvelta á höfuðborgarsvæðinu hefur því aukist um tæplega 57% og fjöldi kaupsamninga hefur aukist um rúmlega 54%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK