Danskir forstjórar vilja ekki evru

Reuters

Meirihluti forstjóra danskra stórfyrirtækja er nú andvígur því, að Danir taki upp evru, samkvæmt könnun, sem viðskiptablaðið Børsen hefur látið gera. Segir blaðið, að þetta sé í fyrsta skipti, sem meirihluti þessa hóps sé andvígur evrunni. 

Stofnunin Greens Analyseinstitut gerði könnunina fyrir blaðið og leitaði til forstjóra 760 stærstu fyrirtækja landsins.

Niðurstaðan var, að 55% forstjóranna sögðust myndu greiða atkvæði gegn því í þjóðaratkvæðagreiðslu nú, að taka upp evru, en 45 sögðust myndu greiða atkvæði með því að krónunni yrði skipt út fyrir evru.

Fram kemur að skuldakreppan á evrusvæðinu er höfuðástæðan fyrir því að forstjórarnir vilja nú halda í krónuna.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK