Hættir hjá Framtakssjóði

Finnbogi Jónsson
Finnbogi Jónsson mbl.is

Finnbogi Jónsson hefur ákveðið að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands en hann hefur stýrt sjóðnum frá stofnun hans fyrir um tveimur árum. Staða framkvæmdastjóra Framtakssjóðs Íslands verður auglýst á næstunni.

Hann mun taka að sér að sinna ákveðnum stjórnarstörfum fyrir félög sem eru í eigu Framtakssjóðsins, að því er segir í fréttatilkynningu.

Finnbogi Jónsson, segir í fréttatilkynningu: „Þessi tími hefur verið afar viðburðaríkur. Ég hef ákveðið að nú sé rétt að hætta sem framkvæmdastjóri eftir tveggja ára mjög erilsamt og krefjandi starf. Þetta er að mínu mati réttur tími eftir að mikilvægum áföngum hefur verið náð í rekstri sjóðsins sem hefur fjárfest mikið á undanförnum misserum. Ég hef jafnframt fallist á að sinna áfram sérstökum verkefnum fyrir sjóðinn, m.a. með setu í stjórnum einhverra þeirra fyrirtækja sem sjóðurinn á eignarhlut í.“

Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður Framtakssjóðsins, segir í fréttatilkynningu: „Finnbogi hefur unnið mjög gott starf við uppbyggingu Framtakssjóðsins og mér er efst í huga sá mikli árangur sem sjóðurinn hefur náð undir stjórn hans. Fjárfestingarnar hafa nú þegar verið mjög arðbærar og vil ég þakka honum vel unnin störf. Það er okkur jafnframt mikils virði að hann skuli vera tilbúinn til að vinna áfram fyrir sjóðinn í sérstökum verkefnum. Uppskeran hefur verið gríðarlega góð og nú er það höfuðverkefnið að styðja við þau félög sem fjárfest hefur verið í og koma þeim á hlutabréfamarkað eða selja þau beint til áhugaverðra fjárfesta.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK