Hundruð milljarða gefin eftir

Til og með 30. september í fyrra hafa fjármálafyrirtæki gefið fyrirtækjum eftir skuldir sem nema tæpum 331 milljarði króna í fjárhagslegri efndurskipulagningu, samkvæmt tölum frá eftirlitsnefnd um framkvæmd sértækrar skuldaaðlögunar. Í tilkynningu frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti segir að hér sé um að ræða skuldir, þar sem eftirgjöf skulda nam að minnsta kosti einum milljarði

Heildarskuldir fyrirtækja sem fengu gefnar eftir skuldir vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar námu um 482 milljörðum króna. Í heildina gáfu fjármálafyrirtækin því eftir 69% þess sem skuldað var. Nefndin skiptir tölunum eftir tegund atvinnustarfsemi og eru fyrirtækin flokkuð í: Fasteignafélög, fjárfestingar- og eignarhaldsfélög, sjávarútvegsfyrirtæki, verktaka- og byggingastarfsemi, verslunar- og þjónustufyrirtæki og fyrirtæki í öðrum greinum.

Í heildina var um 6% lána fyrirtækjanna breytt í hlutafé eða sem nemur rúmum 29 milljörðum króna.

Um 42% skuldanna í fjárfestingar- og eignarhaldsfélögum

Fjárfestingar- og eignarhaldsfélög, sem skulduðu einna mest, þegar litið var til tegundar atvinnustarfsemi eða 42% af heildarskuldunum, fengu hlutfallslega mesta eftirgjöf skulda eða 83% af þeim 206 milljörðum sem þau skulduðu. Átta fyrirtæki eru á bak við töluna.

Algengast var að lánum verslunar- og þjónustufyrirtækja væri breytt í hlutafé, en 14% lána fyrirtækjanna var breytt í hlutafé en síðan komu fyrirtæki í öðrum greinum með 12% Í engu tilfelli var lánum sjávarútvegsfyrirtækja breytt í hlutafé.

Eftirgjöf við nauðasamninga

Einnig tók nefndin saman upplýsingar um eftirgjöld skulda, þegar farið var í nauðsamninga og var þar miðað við að lágmarki einn milljarð króna. Eða þar sem hærri fjárhæð en milljarði var breytt í hlutafé. Af 355 milljörðum voru 309 milljarðar gefnir eftir eða breytt í hlutafé, alls 87%.

Var þar meðal annars um að ræða að 7 fjárfestingar- og eignarhaldsfélög sem skulduðu samtals 309 milljarða fengu 70% skulda sinna gefin eftir.

Hjá tveimur fyrirtækjum í öðrum greinum sem skulduðu 45 milljarða var tæpum 21 milljarði breytt í hlutafé.

Sjá nánar í meðfylgjandi skjali.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK