Sameinast undir heitinu Advania

Advania
Advania

Advania er nýtt nafn Skýrr, HugurAx og norrænna dótturfyrirtækja. Í tilkynningu kemur fram að Advania sé eitt stærsta upplýsingafyrirtæki Norðurlanda með 1.100 starfsmenn og 20 starfstöðvar í fjórum löndum: Íslandi, Lettlandi, Noregi og Svíþjóð – en þar af starfa um 600 manns hér á landi.

Nafnbreytingin er lokahnykkur tveggja ára sameiningarlotu níu fyrirtækja og liður í umbreytingu fyrirtækisins í alþjóðlegt þjónustufyrirtæki með víðtæka starfsemi. Við nafnbreytinguna hverfa vörumerkin Skýrr, HugurAx og EJS á Íslandi, ásamt Hands í Noregi, Kerfi í Svíþjóð og Aston-Baltic í Lettlandi.

Stærsti eigandi Advania er Framtakssjóður Íslands. Aðrir eigendur eru meðal annars Skúli Mogensen og fjárfestingafélagið Títan, Landsbankinn, VÍS og um 40 smærri hluthafar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK