Portúgal ekki í sömu stöðu og Grikkland

Pedro Passos Coelho, forsætisráðherra Portúgals.
Pedro Passos Coelho, forsætisráðherra Portúgals. Reuters

Forsætisráðherra Portúgals, Pedro Passos Coelho, þvertekur fyrir það í samtali við Reuters-fréttaveituna í dag að hætta sé á að hliðstætt ástand skapist í efnahagsmálum landsins og gerst hefur í Grikklandi. Þá fullyrðir hann að skuldastaða portúgalska ríkisins sé viðráðanleg.

„Við munum ekki leyfa því að gerast hér sem gerðist í Grikklandi,“ sagði Coelho og bætti því við að hann vonaðist til þess að hægt yrði að koma nýrri björgunaráætlun fyrir Grikki í gagnið.

Hann sagði ennfremur skuldastöðu Portúgals vera líkari stöðunni á Írlandi en í Grikklandi. Þannig væru skuldir portúgalska ríkisins 105% af landsframleiðslu en 160% í tilfelli Grikklands og 109% í tilfelli Írlands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK